Hestamennska og ferðaþjónusta: Ný grein um klasaframtök | Háskólinn á Hólum

Hestamennska og ferðaþjónusta: Ný grein um klasaframtök

Í nýjasta hefti ritrýnda tímaritsins Contemporary Issues in Law, 14(3) birtist grein sem byggir á rannsókn á þróun klasa í hestamennsku á Norðurlandi vestra. Ritið hefur undirtitilinn „Horses in culture, society and the law“.  Höfundar greinarinnar eru Ingibjörg Sigurðardóttir lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Runólfur Smári Steinþórsson prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Greinin ber heitið „Establishment and downfall of a horse-based cluster initiative in Northwest Iceland“ og má nálgast samantekt úr henni með því að smella á titilinn. 
 
Í greininni er rýnt í þróun formlegs samstarfs í hestamennsku og ferðaþjónustu. Klasaframtakið Hýruspor sem stofnað var á Norðurlandi vestra árið 2009 er skoðað sérstaklega. Í greininni er rýnt er í þróun framtaksins og ástæður þess að það varð ekki langlíft og skilaði ekki þeim árangri sem vonir voru bundnar við í upphafi. 
 
Tekin voru viðtöl við aðila sem voru þátttakendur í klasaframtakinu auk þess sem að greinin byggir á öðrum rannsóknarhluta þar sem rýnt var í hestamennsku sem atvinnugrein, sem og þróun klasasamstarfs í hestamennsku og ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra undanfarna áratugi og hvaða ávinning slíkt samstarf veitir. Grein um þann hluta rannsóknarinnar mun birtast í Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism, 18(3) síðar á þessu ári. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is