Hilary Clayton á Hólum

Einhver fróðasti og færasti sérfræðingur okkar tíma, í hreyfingafræði hrossa - Hilary Clayton, er nú sem stendur í nokkurra daga heimsókn hér að Hólum. Dr. Clayton er afar vel þekkt í hestaheiminum og Hólamenn telja sér það til tekna að hafa getað sannfært hana um að það væri fyrirhafnarinnar virði að ferðast alla leið hingað heimeftir til fyrirlestrahalds,

Hilary notaði síðasta vetrardag til að skoða sig um heima á Hólum, og var meðal annars boðið að stíga á bak hinum þekkta stóðhesti, Trymbli frá Stóra-Ási (sjá smámyndina). Einnig brá hún sér á úrslitakvöld Norðlendinga í Reiðhöllinni Svaðastöðum, í gærkvöldi.

Í dag, sumardaginn fyrsta, hafa starfsmenn og nemendur Hestafræðideildar hlýtt á fyrirlestra Dr. Clayton. Á morgun munu kynbótadómarar landsins njóta leiðsagnar hennar, en á laugardaginn verða haldnir opnir fyrirlestrar sem eru öllum opnir. Þess má geta að enn eru örfá sæt laus -  fyrstur kemur, fyrstur fær.

 

Dr.Hilary Clayton á Hólum
 
 
Myndirnar tók Elisabeeth Jansen.
 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is