Hólafólk verður á Þjóðarspegli

Þjóðarspegillinn, árleg ráðstefna í félagsvísindum, fer fram föstudaginn 28. október næstkomandi. Starfsfólk Ferðamáladeildar tekur virkan þátt í þessari ráðstefnu nú sem endranær. Alls verða sjö starfsmenn og nemendur deildarinnar með innlegg á ráðstefnunni. 
 
Guðrún Helgadóttir, Anna Vilborg Einarsdóttir, Georgette Leah Burns, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Jóhanna María Elena Matthíasdóttir munu kynna rannsókn sína um félagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar á veggspjaldi sem ber yfirskriftina Social Sustainability of Tourism. A Qualitative study. Amy Savener kynnir einnig veggspjald en það ber heitið Existential Transformation or Tourist Fantasy?
 
Ingibjörg Sigurðardóttir mun í fyrirlestri segja frá rannsóknum Ferðamáladeildar og samstarfsaðila hennar á og í tengslum við Landsmót hestamanna sem fram fór á Hólum nú í sumar. Er þetta fyrsta kynning á rannsókninni og frumniðurstöðum úr henni. Auk þessa munu Ingibjörg og Runólfur Smári Steinþórsson prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kynna fyrstu niðurstöður úr rannsókn sinni á klasaframtakinu Hýruspori sem starfrækt var um tíma á Norðurlandi vestra. 
 
Einnig má nefna erindi Skúla Skúlasonar, prófessors við Fiskeldis- og fiskalíffræðideildina, og félaga hans: Samfélagsleg áhrif háskólastarfs á Norðurlandi.
 
Ráðstefnan fer fram í húsnæði Háskóla Íslands. Hún hefst kl. 9:00 og lýkur um kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Hér má nálgast dagskrána.
 
21. október 2016.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is