Hólamenn á formannafundi LH | Háskólinn á Hólum

Hólamenn á formannafundi LH

Formannafundur Landssambands hestamannafélaga var haldinn á föstudaginn. Auk lögbundinna dagskrárliða voru flutt fimm erindi, sem að sögn voru hvert öðru áhugaverðara. Meðal annarra fyrirlesara voru tveir lektorar við Háskólann á Hólum, hvor af sínu fræðasviði.

Eins og við sögðum frá fyrir helgina, hafa frumniðurstöður rannsóknarhóps um Landsmót 2016 sem viðburðar verið teknar saman og birtar hér á vef Háskólans á Hólum. Á formannafundinum fór Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Ferðamáladeild, yfir helstu þætti rannsóknarinnar.

Mette Mannseth, lektor og yfirreiðkennari við Hestafræðideild, kynnti - við annan mann - nýja námskrá um þjálfaramenntun hestamanna, afrakstur samvinnu LH, ÍSÍ og Háskólans á Hólum.

Nánar má lesa um formannafundinn hér á vef Landssambands hestamannfélaga.

1. nóvember 2017.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is