Hólaskóli í lið með jólasveininum | Háskólinn á Hólum

Hólaskóli í lið með jólasveininum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum tekur þátt í verkefninu „Christmas Experience Academy“. Hér er um að ræða sumarnámskeið, sem haldið verður í háskólanum í Lapplandi (Lapin Yliopistu), í bænum Rovaniemi í Norður-Finnlandi.

Markhópurinn er námsmenn með áhuga á afþreyingu og upplifun í ferðamennsku. Meðal fyrirlesara verður Laufey Haraldsdóttir, lektor og deildarstjóri við Ferðamáladeild. Þeir sem ljúka námskeiðinu munu uppskera fimm einingar (ECTS).

Námskeiðið verður haldið dagana 13. - 17. ágúst 2018, og verður á ensku, enda í samstarfi margra stofnana.

Nánari upplýsingar, svo sem um skráningu, kostnað og annað, er að finna hér á vef háskólans í Rovaniemi.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is