Hópur bandarískra háskólanema á ferð | Háskólinn á Hólum

Hópur bandarískra háskólanema á ferð

Hópur af bandarískum nemum frá Háskólanum á Nýja-Englandi í Maine heimsótti Hóla s.l. þriðjudag, ásamt tveimur kennurum. Hér skoðuðu þeir bleikjukynbótastöðina og hesthúsin.
 
Séra Gylfi sýndi þeim kirkjuna og síðan var haldið í Garðakot til að skoða kýr.
 
Háskólinn á Nýja-Englandi er í samstarfi við Háskólann á Hólum um meistaranám í fiskeldi þannig að vænta má fleiri heimsókna þaðan á næstu árum.
 
Helgi Thorarensen
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is