Hvar, hvert og hvernig? | Háskólinn á Hólum

Hvar, hvert og hvernig?

Ráðstefna um ferðaþjónustu haldin heima að Hólum  16. og 17. maí 2018.
 
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum boðar til ráðstefnu um ferðaþjónustu á Íslandi.  Eins og flestir vita hefur ferðaþjónusta á Íslandi vaxið mjög hratt undanfarin ár.  Háskólinn á Hólum hefur staðið fyrir kennslu og rannsóknum á ferðaþjónustu í 21 ár. 
 
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á mikið og öflugt samtal við greinina og býður því nú uppá nýjan vettvang fyrir aðila í ferðaþjónustu, kennara, rannsakendur, nemendur og aðra þá sem áhuga hafa á framtíð íslenskrar ferðaþjónustu til að koma saman heima að Hólum, 16. og 17. maí næstkomandi.  Boðið verður uppá mikinn fjölda erinda um þau mál sem brenna á ferðaþjónustunni um þessar mundir.  Meðal erinda má nefna 
 
A Collaborative Approach: The Convergence of Tourism and Housing - Dr. Brumby McLeod lektor, College of Charleston, Suður-Karólínu
 
Ábyrg ferðaþjónusta, jafnvægi og stýring - Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans
 
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri, Markaðsstofu Norðurlands
 
Einfalt en gert flókið - Einar Bárðarson
 
Skemmtiferðaskip á Íslandi - Aníta Elefsen, Síldarminjasafni Íslands
 
Iceland seen by the eyes of foreign workers - Lissa De Morais og Alexandr Ostrovschii
 
Hvað er það með þessi veitingahús? -  Þórir Erlingsson aðjúnkt við Háskólann á Hólum
 
Visit North Iceland – Insights - Halldór Óli Kjartansson, verkefnastjóri almannatengsla og markaðssókna hjá Markaðsstofu Norðurlands
 
How to take on a volcano and move forward - Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
 
Er hönnun hins byggða umhverfis marksviss leið til stjórnunar áfangastaða í ferðaþjónustu? - Kjartan Bollason  lektor, Háskólanum á Hólum
 
 
Ráðstefnan hefst kl. 13 miðvikudaginn 16. maí og  lýkur kl. 16 daginn eftir. Skráning á ráðstefnuna fer fram hér, og þátttaka er án endurgjalds. Ferðaþjónustan á Hólum býður upp á gistingu, hádegisverði og kvöldverð á góðum kjörum. Bókun í gistingu er á booking@holar.is
 
Allir velkomnir!
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is