Hvar, hvert og hvernig? | Háskólinn á Hólum

Hvar, hvert og hvernig?

Ráðstefna um ferðaþjónustu var haldin heima að Hólum dagana 16. og 17. maí síðastliðinn og voru þar flutt mörg fróðleg erindi. 
 
Greinilegt er að mikil gróska í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár hefur vakið upp margs konar spurningar og af fyrirlestrunum mátti ráða að margir hafa áhuga á svara þessum spurningum. Fyrirlesarar komu ýmist úr hópi fræðimanna eða tengdust ferðaþjónustu á ýmsan hátt. Skemmtiferðaskip, markaðsmál, rannsóknir og framtíð ferðaþjónustu voru meðal þeirra viðfangsefna sem rædd voru á ráðstefnunni.
 
Þátttaka nemenda frá College of Charleston setti svip á ráðstefnua, en þeir stunda þar nám í ferðaþjónustustjórnun. 
 
Þórir Erlingsson
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is