Hvernig metum við hið ómetanlega? Trú og lífsskoðun

Guðbrandsstofnun, í samstarfi við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands,  Siðmennt, Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga, Sálfræðingafélag Íslands og Samband íslenskra myndlistarmanna, stendur að ráðstefnu um gildi trúar og lífsskoðana. Ráðstefnan verður haldin á Hólum dagana 20. og 21. maí. 

Dagskrá

20. maí
09:00 Setningarathöfn í Hóladómkirkju
09:30-11:30 Lífstúlkun - Fimm 10 mín. erindi og umræður
11:30-11:50 Samantekt rithöfundar og Pecha Kucha 20X20
11:50-12:50 Hádegisverður
12:50-14:30 Samfélagið - Fimm 10 mín. erindi og umræður
14:40-15:00 Samantekt rithöfundar og Pecha Kucha 20X20
15:00-15:20 Kaffi
15:20-17:10 Sjálfsskoðun - Fimm 10 mín. erindi og umræður
17:10-17:30 Samantekt rithöfundar og Pecha Kucha 20X20
17:45 Heimsókn í hofið að Efra-Ási
18:30 Móttaka á biskupssetrinu á Hólum
19:30 Hátíðarkvöldverður

21. maí
08:00-08:30 Morgunverður
08:30-10:20 Innblástur - Fimm 10 mín. erindi og umræður
10:20-10:40 Samantekt rithöfundar og Pecha Kucha 20X20
10:30-10:40 Pecha Kucha 20X20
11:00-12:00 Messa í Hóladómkirkju
12:00-13:00 Hádegisverður og ráðstefnulok

Meðal málshefjenda eru: Sigurður J. Grétarsson, prófessor í sálfræði við HÍ, Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður, Selestína Gavric, Kaþólska kirkjan, Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari, Rúnar Már Þorsteinsson, prófessor í guðfræði og trúarbragðafræði við HÍ, Ingvi Kristinn Skjaldarson, Hjálpræðisher, Árni Sverrisson, Hegranesgoði, Sólveig Fríða Kjærnested, sálfræðingur, Unndór Egill Jónsson, myndlistarmaður, Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur, sérfræðingur HÍ, Lísa María Jónsdóttir, Íslenska Kristskirkjan, Hildur Eir Bolladóttir, prestur, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sálfræðingur, Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður, Pétur Þorsteinsson, prestur og orðasmiður, Andri Bjarnason, sálfræðingur, Freyja Eilíf, myndlistarmaður, María Ágústsdóttir, prestur

Ráðstefnugjald er 2.500 kr. Innifalið í því er hádegisverður og kaffi. Skráning á ráðstefnuna er á: booking@holar.is til 15. maí.

Ráðstefnugestir greiða sjálfir fyrir þjónustu vegna þátttöku í ráðstefnunni. Ferðaþjónusta er á Hólum.
Kostnaður við gistingu og mat er sem hér segir:
Gisting í tveggja manna herbergi er 8.000 kr. nóttin á mann en eins manns herbergi kostar kr. 10.500, morgunverður innifalinn.
Kvöldverður á laugardag kostar 5.500 kr.
Bókun fyrir gistingu og mat er hjá: Ferðaþjónustunni Hólum booking@holar.is

20.05.2017 - 09:00 to 21.05.2017 - 13:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is