Iðnvæðing háskóla | Háskólinn á Hólum

Iðnvæðing háskóla

Nýlega kom út 194. árgangur tímaritsins Skírnis. Í heftinu er grein eftir þá Bjarna K. Kristjánsson og Skúla Skúlason, prófessora við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Titill greinarinnar er „Iðnvæðing háskóla – Hvernig markaðs- og nýfrjálshyggja móta starfsemi háskóla á 21. öld“. Í greininni ræða þeir fjölmargar breytingar sem orðið hafa á háskólakerfum í vestrænum heimi á síðustu áratugum, og hvernig hugmyndafræði markaðs- og nýfrjálshyggju hefur haft sífellt meiri áhrif á þau. Fjölmargar þessara breytinga hafa verið neikvæðar og dregið úr gæðum háskóla, bæði sem lærdómsstofnanna og sem vinnustaða. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is