Jafnréttisdagar háskólanna 9.– 20. október 2017 | Háskólinn á Hólum

Jafnréttisdagar háskólanna 9.– 20. október 2017

Jafnréttisdagar háskólanna standa nú yfir, en dagarnir eru samstarfsverkefni allra íslensku háskólanna og standa yfir í tvær vikur. Tilgangur með Jafnréttisdögum er að skapa umræðu um jafnréttismál innan háskólanna, sem utan. Markmiðið er að tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu og mismunun. 
 
Háskólinn á Hólum tekur þátt í Jafnréttisdögum sem endranær, en dagskrá allra háskólanna er öllum opin og má sjá nánar um viðburði í hinum ýmsu háskólum á heimasíðum þeirra og hér á Facebook-síðu daganna.
 
15. október 2017. Laufey Haraldsdóttir.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is