Járningameistari í heimsókn

 

Í dag fengu nemendur á 3. ári í Hestafræðideildinni góðan gest í heimsókn. Norski járningameistarinn Aksel Vibe flutti þeim fyrirlestur um járningar, einkum hvað járningamaðurinn þarf að hafa í huga í sambandi við byggingu hestsins, áður en hafist er handa við að járna hann. 

Í kjölfarið á fyrirlestrinum fylgdi sýnikennsla og er ekki annað að sjá, af myndunum sem Þorsteinn Björnsson tók, en að nemendurnir hafi sýnt viðfangsefninu mikinn áhuga.

28. september 2017.

 

 
 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is