Jessica birtir grein í finnsku tímariti | Háskólinn á Hólum

Jessica birtir grein í finnsku tímariti

Nú í desember kom út 15. hefti af finnska tímatitinu Matkailu tutkimus - The Finnish Journal of Tourism Research. Um er að ræða sérstakt þemahefti, og eins og segir á vef tímaritsins er markmiðið með því að hvetja til umræðu um hlutverk menntunar og rannsókna í ferðamálum á tímum þegar mannanna verk valda óafturkræfum breytingum á náttúru jarðar - „in the era of the Anthropocene“.

Grein Jessicu kallast Being in nature together: Photovoice of an Icelandic youth nature club og þar fjallar hún um starfið í Húnaklúbbnum í Húnaþingi vestra. Frá Húnaklúbbnum er nánar sagt hér á vef Selaseturs Íslands.

Greinina má nálgast hér á vefnum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is