Jessica með innlegg á tveimur ráðstefnum | Háskólinn á Hólum

Jessica með innlegg á tveimur ráðstefnum

Á enska hluta Hólavefsins er sagt frá ráðstefnuþátttöku Dr. Jessica Faustini Aquino, lektors við Ferðamáladeild, núna í júní. 

Fyrri ráðstefnan, TEFI10, var haldin í Finnlandi í byrjun mánaðar, og þar var Jessica með erindið „Environmental Education, Nature-Based Recreation, and Responsible Tourism Management: An Icelandic and Swedish Youth Nature Club Perspective“, þar sem hún byggði á vinnu sinni með Húnaklúbbnum.

Hin síðari, EURAM - Research in Action - var í Reykjavík dagana 19. - 22. júní. Framlag Jessicu á þeirri ráðstefnu, „Non-Profit Organizations’ Perceived Impacts of International Volunteering Efforts on Marginalized Communities in Rio de Janeiro, Brazil“, byggði hún á doktorsverkefninu sínu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is