Kennt handan Atlantsála | Háskólinn á Hólum

Kennt handan Atlantsála

Undanfarnar tvær vikur hafa þeir Helgi Thorarensen, prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild, og Ögmundur Knútsson, dósent við Háskólann á Akureyri  kennt nemendum Háskólans á Nýja Englandi (University of New England)  á námskeiði sem haldið er við Cobscook Bay í Maine, nærri kanadísku landamærunum.
 
Á námskeiðinu er fjallað um sjávarútveg, fiskeldi og samfélagsleg áhrif þessara atvinnugreina. Auk þess að hlýða á fyrirlestra fara nemendur í vettvangsferðir og vinna fjölbreytt verkefni. Næsti hluti námskeiðsins fer fram á Hólum seinni hluta ágústmánaðar þegar nemendur dvelja þar í tvær vikur og kynna sér fiskeldi og sjávarútveg á Íslandi.
 
Myndin sýnir nemendur og kennara í vettvangsferð í fiskeldisstöð Cook Aquaculture í Cobscook Bay.
 
Vettvangsferð í námskieði við UNE í Maine
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is