Konur í vísindum | Háskólinn á Hólum

Konur í vísindum

Þann 11. febrúar sl. var alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna til heiðurs konum og stelpum í vísindum. Mikilvægt er að auka þátttöku þeirra í vísindum, en talið er að hún sé um 30% í dag. Hefur deginum verið fagnað árlega síðan 2016. Við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum starfar öflugur hópur kvenna að fjölbreyttum vísindarannsóknum. Á myndinni má sjá hluta hópsins (smellið á hana fyrir stærri útgáfu).
 
Mynd og texti: Bjarni K. Kristjánsson
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is