Laus staða reiðkennara | Háskólinn á Hólum

Laus staða reiðkennara

Reiðkennari við Háskólann á Hólum
 
Laust er til umsóknar fullt starf reiðkennara við Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Starfið felst aðallega í reiðkennslu nemenda og þjálfun á hestakosti skólans. Um framtíðarstarf er að ræða.
 
Hæfni og menntunarkröfur
Reiðkennaramenntun og reynsla af reiðkennslu, keppni og sýningum. 
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu.
 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og viðeigandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 5. desember 2016 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum jafnt  karla og konur til að sækja um.
 
Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilsskrá og staðfestingu á menntun til Háskólans á Hólum á netfangið umsoknir@holar.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Ragnarsson deildarstjóri í síma 455 6300 eða Mette Mannseth í síma 898 8876.
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is