Laus staða staðarumsjónarmanns

Staðarumsjónarmaður við Háskólann á Hólum
 
Háskólinn á Hólum sérhæfir sig á sviði ört vaxandi atvinnugreina, ferðaþjónustu, reiðmennsku og reiðkennslu, fiskeldisfræði og fiskalíffræði. Hólar eru fjölskylduvænn staður og þar er leik- og grunnskóli. 
 
Starfssvið
Umsjón með staðarhaldi á Hólum og húsvarsla.
Umsjón með bifreiðum á vegum skólans. 
Áætlanagerð og skipulagning.
Bakvaktir.
 
Menntunar- og hæfnikröfur
Iðnmenntun sem nýtist í starfi, meistararéttindi.
Góð þekking og reynsla í viðhaldi húsnæðis, bíla og tækja.
Góð almenn tölvukunnátta og góð kunnátta í íslensku og ensku.
Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Krafist er búsetu á Hólum í Hjaltadal.
 
Um er að ræða 100% stöðu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 5. desember 2016 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum jafnt karla og konur til að sækja um.
 
Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilsskrá og staðfestingu á menntun til Háskólans á Hólum á netfangið umsoknir@holar.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur B. Eyþórsson í síma 455 6300. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is