Laus störf við rannsóknir | Háskólinn á Hólum

Laus störf við rannsóknir

Eins og áður hefur verið kynnt, veitti Rannís nýlega allnokkra styrki til rannsóknaverkefna undir stjórn vísindamanna við Háskólann á Hólum.

Verkefnin fela í sér ný störf við rannsóknir, þar á meðal rannsóknastöður framhaldsnema í sjávar- og vatnalíffræði. Nemarnir nýta þannig rannsóknirnar í lokaverkefnum sínum til viðkomandi gráðu.

Nú er auglýst eftir umsóknum um nokkur þessara starfa. Nánari upplýsingar um þau fást með því að smella á krækjurnar. 

Vegna rannsókna á samspili vist-, þróunar- og þroskunarfræðilegra þátta við mótun líffræðilegs fjölbreytileika í Mývatni - verkefni stýrt af dr. Bjarna K. Kristjánssyni:

Tvær stöður doktorsnema -  sjá nánar hér.

Ein staða nýdoktors - sjá nánar hér.

Ein staða rannsóknamanns - sjá nánar hér.

Vegna rannsóknar á þróun bleikju (Salvelinus alpinus), undir forystu dr. David Benhaïm:

Ein staða doktorsnema - sjá nánar hér.

Ein staða meistaranema - sjá nánar hér.

Og vegna rannsóknar á þróunarvistfræði bleikju (Salvelinus alpinus), undir forystu dr. Camille Leblanc og dr. Bjarna K. Kristjánssonar:

Ein staða nýdoktors - sjá nánar hér.

Reiknað er með að viðkomandi hefji störf nú á vormisseri (á bilinu 1. mars til 1. apríl, sjá nánar í einstökum auglýsingum). 

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is