Laust starf hjá Ferðaþjónustunni á Hólum | Háskólinn á Hólum

Laust starf hjá Ferðaþjónustunni á Hólum

Ferðaþjónustan á Hólum í Hjaltadal auglýsir lausa stöðu matreiðslumanns og móttökustjóra 
 
Um er að ræða stöðu millistjórnanda sem starfar í umboði stjórnar Ferðaþjónustunnar á Hólum. Viðkomandi mun starfa í nánu samstarfi við formann stjórnar Ferðaþjónustunnar, sem hefur yfirumsjón með stefnu hennar og starfsemi.
 
Ferðaþjónustan rekur veitinga og gistiaðstöðu, sem og þjónustu við Háskólann á Hólum, starfsfólk hans og nemendur, auk móttöku gesta sem sækja Hólastað heim. Stefna Ferðaþjónustunnar er að sækja fram á sviði funda- og ráðstefnuhalds, sem og sértækrar mennta- og menningartengdrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Hólum hefur aðgengi að húsnæði sem hentar vel til ráðstefnuhalds.
 
Á Hólum er fjölskylduvænt umhverfi og samfélag og á staðnum er leik- og grunnskóli. Starfið gefur einstakt tækifæri til þátttöku í uppbyggingu og eflingu ferðaþjónustu í dreifbýli, í nánu samstarfi við fagfólk Ferðamáladeildar og háskólasamfélagið.
 
Starfs og ábyrgðarsvið:
Ábyrgð á daglegum rekstri veitingasölu, móttöku og þjónustu við nemendur skólans, og daglegum störfum ferðaþjónustunnar.   
Þátttaka í daglegri umsjón ferðaþjónustu á staðnum, í samráði við stjórn Ferðaþjónustunnar á Hólum
Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri í samráði við stjórn Ferðaþjónustunnar á Hólum.
Uppbygging ferðaþjónustu á Hólum samkvæmt stefnu stjórnarinnar og í nánu samráði við hana. 
Önnur tilfallandi verkefni. 
 
Menntunar- og hæfnikröfur:
Menntun, reynsla og færni í matreiðslu og móttöku gesta.
Háskólamenntun á sviði ferðamála æskileg.
Reynsla á sviði ferðamála, stjórnunar og rekstrar æskileg.
Góð tungumála- og tölvukunnátta.
Frumkvæði, skipulagshæfni og metnaður til að ná árangri í starfi.
Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
 
Um er að ræða 100% stöðu til framtíðar. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2016. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2. janúar 2017. 
 
Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Ferðaþjónustunnar á Hólum, Laufey Haraldsdóttir, í síma 455-6300. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá og staðfestingu á menntun á netfangið umsoknir@holar.is, merkt ferðaþjónusta. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is