Laust starf þjónustufulltrúa | Háskólinn á Hólum

Laust starf þjónustufulltrúa

Laust er til umsóknar fullt starf þjónustufulltrúa við Háskólann á Hólum. Við háskólann starfa um 50 einstaklingar og eru starfsstöðvar hans tvær, að Hólum í Hjaltadal og í Verinu Vísindagörðum á Sauðárkróki. Hólar í Hjaltadal eru fjölskylduvænn staður; hér er leik- og grunnskóli og stutt í aðra þjónustu.
 
Starfssvið
Upplýsingagjöf og þjónusta við nemendur og starfsmenn
Umsjón með upplýsingamiðlun, vefsíðu, samfélagsmiðlum og kynningarmálum
Umsýsla Knapamerkja í samstarfi við verkefnisstjóra
Ritari fastanefnda og háskólaráðs, ritun fréttatilkynninga
 
Menntunar- og hæfnikröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Grunnþekking í vefumsjón
Rík þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 
Um er að ræða 100% stöðu. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
 
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 31. janúar 2020 og er æskilegt að viðkomandi geti hafði störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Björn Eyþórsson, fjármála- og skrifstofustjóri, gbe@holar.is.
 
Umsóknir skulu berast á netfangið umsoknir@holar.is merktar „þjónustufulltrúi“. Með umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf, afrit af prófskírteinum og upplýsingar um tvo meðmælendur. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is