Laust starf við staðarumsjón

Aðstoðarmaður með umsjón fasteigna Háskólans á Hólum
 
Háskólinn á Hólum sérhæfir sig á sviði ört vaxandi atvinnugreina; ferðaþjónustu, fiskeldi og reiðmennsku og reiðkennslu. Hólar í Hjaltadal eru fjölskylduvænn staður, þar er leik- og grunnskóli og stutt í aðra þjónustu. 
 
Starfssvið
Eftirlit með fasteignum
Þrif og umsjón með innbúi fasteigna
Sláttur og umhirða lóða
Tilfallandi verkefni
Bakvaktir
 
Menntunar- og hæfnikröfur
Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Góð almenn tölvukunnátta og góð kunnátta í íslensku og ensku
Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni
Hæfni í mannlegum samskiptum
Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu á Hólum í Hjaltadal
 
Um er að ræða 50% stöðu. Starfið heyrir undir staðarumsjónarmann. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 17. júlí 2017 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um.
 
Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilskrá og staðfestingu á menntun til Háskólans á Hólum á netfangið umsoknir@holar.is. Nánari upplýsingar um starfið veita Rafnkell Jónsson, staðarumsjónarmaður í síma 860 9740 og Guðmundur B. Eyþórsson í síma 869 1494. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is