Lektor meðhöfundur að bókarkafla | Háskólinn á Hólum

Lektor meðhöfundur að bókarkafla

Nýlega kom á markaðinn 24. bindið í ritröðinni Tourism Social Sciences, sem gefin er út af Emerald Publishing Ltd. Bókin nefnist Authenticity & Tourism: Materialities, Perceptions, Experiences og er henni ritstýrt af Jillian M. Rickly (University of Nottingham) og Elizabeth S. Vidon (State University of New York).

Meðal höfunda er landfræðingurinn Amy Sävener, sem gegndi stöðu lektors við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum um tveggja ára skeið og vann þá meðal annars að þessum skrifum, ásamt Alexia Franzidis (University of North Carolina Wilmington).

Þær Amy og Alexia rita einn kafla bókarinnar, og ber hann yfirskriftina An Autoethnical Reflection: Western Elitism in Late Capitalism.

Nánari upplýsingar um bókina er að finna hér á vef útgáfufyrirtækisins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is