Lokaritgerðir til BA-gráðu í ferðamálafræði kynntar

Föstudaginn 22. september var haldin málstofa á Hólum þar sem nemendur í ferðamálafræði kynntu BA-ritgerðir sínar og stigu þar með síðustu skrefin í sínu námi til bachelor-gráðu. Dagurinn þegar nemendur koma saman og kynna verkefnin sín fyrir samnemendum, kennurum og öðrum tekst ávallt vel. Andrúmsloftið er fyllt spennu en jafnframt mikilli gleði því á þessari lokamálstofu má segja að verið sé að uppskera eftir strangt nám.
 
Að þessu sinni voru nemendurnir þrír og fjölluðu tveir þeirra um áfangastaði og þróun þeirra. Nálgunin var þó mismunandi líkt og titlar verkefnanna endurspegla. Þriðji nemandinn fjallaði svo um brýnt viðfangsefni ferðaþjónustunnar í dag sem er starfmenntun og þjálfun.
 
Nöfn nemenda og heiti ritgerðanna eru:
 
Erla Sighvatsdóttir, titill ritgerðar: Staða Dýrafjarðar sem áfangastaður ferðamanna; sjónarhorn ferðaþjóna.
 
Helgi Hannesson, titill ritgerðar: Starfsmenntun og starfsþjálfun í afþreyingarferðaþjónustu á Norðurlandi. Þarfir, fræðsluleiðir og hindranir.
 
Stella Rúnarsdóttir, titill ritgerðar: Þykkvibær sem áfangastaður ferðamanna. Nýting menningararfs sem aðdráttarafl.
 
Bergþóra Aradóttir. Mynd: Laufey Haraldsdóttir.
 
BA-ritgerðir sept. 2017
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is