Margar hendur vinna létt verk | Háskólinn á Hólum

Margar hendur vinna létt verk

Daganna 29. júní og 1. júli kom vaskur hópur húnvetnskra ungmenna sem kallast margar hendur vinna létt verk heim að Hólum. Hópurinn var á vegum Landsvirkjunar og er þetta annað árið í röð sem hópur á þeirra vegum kemur hingað.
Verkefni hópsins var að rífa laskaða göngubrú og reisa nýja, ásamt því að gera við nokkur þrep á stíg sem liggur frá blokkunum í Nátthaga og niður í Geitagerði.
Alls tóku níu einstaklingar þátt í verkefninu  og voru þau afar heppin  með veður, eins og myndin sem fylgir fréttinni sýnir. 
Kjartan Bollason, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum sem sér m.a. um kennslu á áfanganum Gönguferðir, leiðsögn og stígagerð leiddi vinnuna. Nýttur var efniviður úr Hólaskógi í framkvæmdirnar. 
Gott skipulag og samstarf skilaði góðum árangri eins og sést á myndunum. Við þökkum vinnuhópnum fyrir aðstoð alla.
Myndina tók Kjartan Bollason.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is