María Gréta og Sigurlaug láta af störfum | Háskólinn á Hólum

María Gréta og Sigurlaug láta af störfum

Sigurlaug Stefánsdóttir frá Kýrholti, lét af störfum við Háskólann á Hólum um síðustu mánaðamót, eftir tæp 32 ár sem starfsmaður ríkisstofnana í Hjaltadal. Silla, eins og hún er oftast kölluð, vann í tæp 30 ár við skólastofnunina (Bændaskólann á Hólum, nú Háskólann á Hólum), en einnig um tíma hjá Veiðimálastofnun sem var með starfsstöð á Hólum á níunda áratugnum.
 
Nemendur og starfsfólk eiga eftir að sakna Sillu mikið, en hún var þeim stoð og stytta.
 
Mánuði áður lét María Gréta Ólafsdóttir af störfum sem gjaldkeri háskólans, sem hún hafði sinnt um tæpra 14 ára skeið. 
 
Haldið var kveðjukaffi fyrir þær og þeim færðar gjafir frá stofnun og starfsmönnum.
 
Guðmundur B. Eyþórsson
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is