Mjólkursýrumælingar við þjálfun skeiðhesta hjá nemendum á 3. ári í Hestafræðideild | Háskólinn á Hólum

Mjólkursýrumælingar við þjálfun skeiðhesta hjá nemendum á 3. ári í Hestafræðideild

Nemendur á þriðja ári voru að þjálfa skeið á skólahestunum sínum í gær og til að fá nánara mat á líkamlega álagið á skeiðinu, voru tekin blóðsýni til að mæla mjólkursýru. Auk þess voru hestarnir með púlsmæla og notast var við GPS til að mæla hraðann, en nemendur nota þessa tækni við þjálfun á skeiðhestunum öðru hvoru, meðal annars til að fá hlutlægt mat á líkamlega álagið. 
 
Það er þekkt samkvæmt rannsóknum að á afkastamiklu skeiði nota íslenskir hestar umtalsverð loftfirrð efnaskipti og þá hleðst mjólkursýra upp  í blóði. Við mælinguna nægir að taka lítið blóðsýni (um 2 ml) úr hálsæð og blóðdropi er settur á mælistrimil sem stungið hefur verið í lítinn mæli, er telur niður í 60 sekúndur og gefur upp mjólkursýrumagnið. Mjólkursýran var mæld eftir tvo spretti hjá hverjum hesti og kom í ljós að magnið var mjög mismunandi eftir hestum og knöpum, en magnið verður ekki umtalsvert nema hesturinn skeiði af krafti.
 
Það var Höskuldur Jensson sem tók blóðsýnin og Guðrún Stefánsdóttir var honum og nemendum til aðstoðar við mjólkursýrumælingarnar.
 
Myndir og frétt: Guðrún Stefánsdóttir.
 
Skeiðþjálfun í fögru veðri
Skeiðþjálfun í fögru veðri
Mjólkursýrumælingar
Mjólkursýrumælingar
Blóð tekið
Blóð tekið
Axel og Folda
Axel og Folda
Veronika og Rausn
Veronika og Rausn
Þórdís og Eyvindur
Þórdís og Eyvindur

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is