Námskeið um vistfræði háfjalla og heimskautasvæða | Háskólinn á Hólum

Námskeið um vistfræði háfjalla og heimskautasvæða

Sumarið 2016 komu nemendur frá Háskólanum í Suðaustur-Noregi og Háskólanum í Žilina í Slóvakíu ásamt kennurum í vettvangsheimsókn til Íslands. Ferðin var hluti af námskeiði í vistfræði háfjalla og heimskautasvæða. Nemendurnir fóru um Suðurland, Snæfellsnes og Norðurland.

Þeir dvöldu meðal annars á Hólum og hlustuðu á fyrirlestra sérfræðinga skólans. Við skipulagningu ferðarinnar naut hópurinn naut aðstoðar Helga Thorarensen og Guðrúnar Helgadóttur, prófessora við Háskólann á Hólum.

Myndir og ferðalýsingu má finna hér á netinu (og þar er myndin fengin).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is