Nemendur Leiðsöguskóla Íslands á ferð | Háskólinn á Hólum

Nemendur Leiðsöguskóla Íslands á ferð

Útskriftarnemendur Leiðsöguskóla Íslands heimsóttu Hólastað í árlegri æfingaferð þeirra hringinn í kring um landið. Á Hólum er saga staðarins umlykjandi og margt markvert að skoða og reyna. Hóladómkirkja ber þar hæst ásamt Nýjabæ sem er stór torfbær í Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Í Sögusetri íslenska hestsins eru tvær sýningar opnar ferðafólki að sumarlagi. Þá var einnig bent á Bjórsetur Íslands og gönguleiðir um skóglendi og upp í Gvendarskál, m.m.  Kennarar Ferðamáladeildar, sem tóku á mótu nemendum þann daginn, voru Anna Vilborg Einarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Þórir Erlingsson. 
 
Anna Vilborg Einarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir

(smellið á myndina hér fyrir neðan)
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is