Guðrún Jóhanna á Vísindadagatalinu

Í tilefni af 100 ára afmæli Vísindafélags Íslendinga standa félagið og Vísindavefurinn að Vísindadagatalinu, þar sem einn tiltekinn vísindamaður er kynntur og fjallað um rannsóknir hans.

Þann 16. apríl sl. var dr. Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir, lektor við Hestafræðideild Háskólans á Hólum, í hlutverki vísindamanns dagsins, og kynninguna má nálgast hér á Vísindavefnum.

Leiðin á Landsmót

3. árs nemendur Hestafræðideildar Háskólans á Hólum bjóða til fræðsluskemmtunar í reiðhöllinni á Akureyri, þar sem farið verður yfir uppbygginu og undirbúning keppnishests sem stefnt er með í gæðingakeppni.

Farið verður yfir sögu gæðingakeppninnar, reglur og dómgæslu og eins þjálfun og uppbyggingu keppnishests í skeiði.

Sérstakur gestur verður Gísli Guðjónsson, formaður fræðslunefndar Gæðingadómarafélags Íslands.

Date: 
Friday, Apríl 20, 2018 - 15:00

Gestakennsla kennara Ferðamáladeildar í Háskólanum í Suðaustur-Noregi í Bø

Líklega er mörgum kunnugt um að Guðrún Helgadóttir prófessor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum gegnir einnig prófessorsstöðu í ferðamálafræði við Háskólann í Suðaustur-Noregi, (University College of Southeast Norway). Háskólinn er í bænum Bø i Telemark, um 150 km frá Osló. Eitt af námskeiðunum sem Guðrún kennir þetta vorið heitir Nature, Culture and Guiding og fékk hún samstarfsfólk sitt á Hólum til að taka þátt í því með sér. 
 

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is