Guðrún Jóhanna á Vísindadagatalinu
Í tilefni af 100 ára afmæli Vísindafélags Íslendinga standa félagið og Vísindavefurinn að Vísindadagatalinu, þar sem einn tiltekinn vísindamaður er kynntur og fjallað um rannsóknir hans.
Þann 16. apríl sl. var dr. Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir, lektor við Hestafræðideild Háskólans á Hólum, í hlutverki vísindamanns dagsins, og kynninguna má nálgast hér á Vísindavefnum.