Menntaráðstefna FEIF á Hólum í mars

Vakin er athygli á Menntaráðstefnu FEIF 2018, sem verður haldin hér heima að Hólum dagana 23. - 25. mars nk.

Á ráðstefnunni verður boðið upp á metnaðarfulla dagskrá með umfjöllun um nútímalegar kennslu- og þjálfunaraðferðir í hestamennsku, og verður hún ýmist reidd fram sem sýnikennsla eða fyrirlestrar.

Sérstök áhersla verður á hina kerfisbundnu aðferðafræði sem reiðkennaranámið við Háskólann á Hólum er byggt á og munu reiðkennarar skólans gegna lykilhlutverki í þeim hluta dagskrárinnar.

Jólakveðja

Heiman frá Hólum berast bestu jóla- og nýársóskir, til Hólamanna og annarra velunnara skólans, nær og fjær.

Formlegt upphaf vorannar 2018 er dagsett mánudaginn 8. janúar.

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is