Laust starf reiðkennara við Hestafræðideild

Laust er til umsóknar fullt starf reiðkennara við Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Hestafræðideild háskólans veitir fagmenntun á sviði hestafræða, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu og vinnur að þróun og nýsköpun fræðasviðsins í rannsóknastarfi. Hólar eru fjölskylduvænn staður og á staðnum er leik- og grunnskóli. 
 
Starfssvið
Reiðkennsla nemenda.
Þjálfun á hestakosti skólans. 
 
Menntunar- og hæfnikröfur

Laust starf við skólabúið á Hólum

Laust er til umsóknar fullt starf aðstoðarmanns á skólabúi við Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Hestafræðideild háskólans veitir fagmenntun á sviði hestafræða, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu og vinnur að þróun og nýsköpun fræðasviðsins í rannsóknastarfi. Hólar eru fjölskylduvænn staður og á staðnum er leik- og grunnskóli. 
 
Starfssvið
Umhirða hesta og bústörf. 
Almennt viðhald.
 
Menntunar- og hæfnikröfur

Upphaf haustannar, sumarlokanir o.fl.

Kennsla á haustönn 2018 hefst mánudaginn 27. ágúst. Dagskrá ætluð nýnemum í öllum deildum skólans hefst heima á Hólum þann dag, kl 9:00, en námskeið annarra nema hefjast eitt af öðru þá viku. Nemendur á 2. ári í Hestafræðideild mæti skv. stundaskrá að morgni 28. ágúst, en á 3. ári þann 29. ágúst.

Minnt er á yfirlit um skólaárið, undir upplýsingum um nám á Hólavefnum - og flýtileið úr síðufæti á forsíðu hans.

Brautskráning að vori

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum fór fram föstudaginn 8. júní sl. Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, og var með hefðbundnum hætti, þar sem fléttað var saman stuttum ávörpum og tónlistaratriðum, auk brautskráninganna sjálfra. Fyrst steig í ræðustól Erla Björk Örnólfsdóttir rektor. Deildarstjórar sögðu einnig nokkur orð áður en þeir brautskráðu sína nemendur og veittu þeir auk þess nokkrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi.
 

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is