Mjólkursýrumælingar við þjálfun skeiðhesta hjá nemendum á 3. ári í Hestafræðideild

Nemendur á þriðja ári voru að þjálfa skeið á skólahestunum sínum í gær og til að fá nánara mat á líkamlega álagið á skeiðinu, voru tekin blóðsýni til að mæla mjólkursýru. Auk þess voru hestarnir með púlsmæla og notast var við GPS til að mæla hraðann, en nemendur nota þessa tækni við þjálfun á skeiðhestunum öðru hvoru, meðal annars til að fá hlutlægt mat á líkamlega álagið. 
 

Brautskráning að hausti

Föstudaginn 5, október sl. hlutu 10 manns diplómugráðu frá Háskólanum á Hólum, af þremur mismunandi námsleiðum. Frá Ferðamáladeild brautskráðust fjórir með diplómu í viðburðastjórnun og tveir með diplómu í ferðamálafræði. Fjórir bættust í hóp diplómuhafa í fiskeldisfræði, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild.

Heimsókn ráðherra að Hólum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sóttu Háskólann á Hólum heim í tilefni af kjördæmadögum. Framkvæmdaráð háskólans átti ánægjulegan fund með þeim um stöðu og starf  skólans.
 
Það er háskólanum heiður að taka á móti ráðamönnum íslensk samfélags og ræða málefni líðandi stundar og framtíðarsýn.  Vel fór á með fundarmönnum á einkar fallegum haustdegi. 
 
Erla Björk Örnólfsdóttir

Háskólinn á Hólum á Vísindavöku Rannís

Háskólinn á Hólum tók þátt í Vísindavöku Rannís sem haldin var föstudaginn 28. september.  Kynntu starfsmenn háskólans þar rannsóknir Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar með áherslu á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni. Efnið var kynnt á lifandi hátt og vakti skoðun á smádýrum og hornsílum hrifningu yngstu gestanna. 
 
Mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni!

Masters Defence in Verið

Today, one of our MSc student, Doriane Germaine C. M. Combot, defended her master´s thesis titled Biological diversity of epibenthic invertebrates in relation to environmental factors in lava caves around Lake Mývatn (N-E Iceland).
 
Doriane's supervisor was Bjarni K. Kristjánsson, and joining him on Doriane's committee were Camille Leblanc and Daniel Govoni. Her external examiner was Árni Einarsson and the defence was chaired by Stefán Óli Steingrímsson.
 

Meistaravörn í Verinu

Í dag varði Doriane Germaine C. M. Combot meistararitgerð sína, við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum.
 
Ritgerðin ber heitið Biological diversity of epibenthic invertebrates in relation to environmental factors in lava caves around Lake Mývatn (N-E Iceland).
 
Leiðbeinandi Dorian í verkefni hennar var Bjarni K. Kristjánsson, og með honum í meistaraprófsnefndinni sátu þau Camille Leblanc og Danle Govoni. Prófdómari var Árni Einarsson en vörninni stýrði Stefán Óli Steingrímsson.
 

Presentations in Alta

Jessica Faustini Aquino and Anna Vilborg Einarsdóttir presented their paper on Interpretation, Communication, and Rural Tourism Community Development at the 27th Nordic Symposium at Alta, Norway on 24-26 September. Their research explores the question of how can interpretation and communication can be used for the promotion and protection of natural and cultural heritage sites.  

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is