Sérfræðingar Hólaskóla á bleikjuráðstefnu | Háskólinn á Hólum

Sérfræðingar Hólaskóla á bleikjuráðstefnu

Hafrannsóknastofnun  og Matís hafa boðað til  ráðstefnu um rannsóknir á bleikju. Ráðstefnan er haldin í Reykjavík, dagana 31. október til 1. nóvember. Yfirskriftin er Arctic charr: Ecology, genetics, climate change, and the implication for conservation and management og fer hún að mestu fram á ensku.

Eðli málsins samkvæmt eru sérfræðingar við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum áberandi á lista frummælenda. Í hádeginu í dag (31. október) fjallar Ólafur Ingi Sigurgeirsson lektor um SVÓT-greiningu: SWOT- analysis of Icelandic Arctic charr culture. Um þrjúleytið verður komið að Bjarna K. Kristjánssyni prófessor, sem nefnir sitt erindi The evolution of phenotypic diversity in Arctic charr

Á morgun ræðir Helgi Þ. Thorarensen prófessor um The effect of climate change on Arctic charr populations in Iceland – A physiologist perspective og erindi Stefáns Ó. Steingrímssonar prófessors  ber titilinn Diverse diel activity patterns in wild stream-dwelling Arctic char.

Þá má einnig geta þess að þær Jónína Herdís Ólafsdóttir (sem lauk meistaragráðu við deildina árið 2016) og Samantha V. Beck (sem leggur stund á doktorsnám við Háskóla Íslands en nýtur leiðbeiningar og aðstöðu í Vernu) verða einnig með innlegg á ráðstefnunni.

Sjá nánar hér á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is