Málstofa í ferðamálafræði | Háskólinn á Hólum

Málstofa í ferðamálafræði

Í dag eru meistaranemar í ferðamálafræðum heima á Hólum í Málstofu um ferðamál, undir leiðsögn Laufeyjar Haraldsdóttur og Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur. Lengst til vinstri á myndinni er Katrín Sif Rúnarsdóttir, Blönduósi; þá Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Höfn í Hornafirði; Laufey Haraldsdóttir deildarstjóri Ferðamáladeildar;  Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála; Ásdís Helga Bjarnadóttir, Egilsstöðum og Jóhanna María Elena Matthíasdóttir, Akureyri. Þær eru að ræða gagnrýna fræðimennsku í ferðamálum og engu líkara en að gamlir skólastjórar Bændaskólans á Hólum séu spenntir fyrir umræðunni og vaki vel yfir þeim í stofu 303!
 
Meistaranemar og kennarar þeirra í málstofu
 
Guðrún Helgadóttir
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is