Fulbright-fræðimaður á förum | Háskólinn á Hólum

Fulbright-fræðimaður á förum

Undanfarið hálft ár hefur dr. Jay Nelson, prófessor við Towson-háskólann í Maryland í Bandaríkjunum, dvalist hér á landi sem fræðimaður á vegum Fulbright-stofnunarinnar og lagt stund á rannsóknir við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. 

Nú styttist í að dvöl Jay hér á landi ljúki, og  eins og hefðin býður mun hann í kveðjuskyni kynna rannsóknir sínar og segja frá Íslandsdvölinni. Yfirskriftin er How Will Icelandic Fish Deal with Future Climate? Understanding Their Capacity to Respond to Gradients of Temperature and Flow via Acclimatization or Adaptation.

Við sama tækifæri mun gestaprófessorinn dr. Merrie Kaas kynna sína dvöl, og nefnist hennar innlegg Expanding Mental Health Education Using Technologies for Onsite and Distance Learners.

Kynningin fer fram hjá Fulbright-stofnuninni á Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og hefst viðburðurinn kl. 11, mánudaginn 20. nóvember. Allir velkomnir, en skráning er nauðsynleg, á fulbright@fulbright.is

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is