Hólamenn í Kamerún | Háskólinn á Hólum

Hólamenn í Kamerún

Nú eru sérfræðingar Háskólans á Hólum, þeir David Benhaim, Ólafur Sigurgeirsson og Helgi Thorarensen, í Kamerún til þess að halda námskeið um fiskeldi. Áður en námskeiðið hefst hittu þeir dr. Taiga sem er ráðherra landbúnaðarmála er lúta að fisk- og kjötframleiðslu. Dr. Taiga hefur unnið ötullega að því að byggja upp fiskeldi í Kamerún, bæði með því að styðja við stofnun nýrra fiskeldisstöðva og með námskeiðahaldi. Þetta námskeið er haldið að hans frumkvæði.
 
Ferðin til Kamerún gekk annars vel þrátt fyrir tafir á öllum flugvöllum og vegna þess að flugvöllurinn í Younde, höfuðborginni, var lokaður á meðan forseti lýðveldisins fór um völlinn. 
 
Hólamenn í Kamerún
 
 
Ráðherrann, Dr. Taiga, stendur á milli Helga Thorarensen og Davíð Benhaim. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is