Diplómunám í fiskeldisfræði | Háskólinn á Hólum

Diplómunám í fiskeldisfræði

 

Diplómunám í fiskeldisfræði

Námið samanstendur af eins vetrar bóklegu og verklegu námi við Hólaskóla (60 ECTS) og 12 vikna verknámi.
 
Meginhluti námsins er kenndur í tveggja til fjögurra vikna námskeiðum. Námið flokkast sem blandað nám, það er fjarnám með staðbundnum lotum þar sem nemendur þurfa að mæta heim að Hólum eða í Verið í staðbundnar lotur, þ.e. verklegan hluta námsins.
 
Nemendur geta valið um að taka öll námskeiðin hvert á fætur öðru, og ljúka þannig diplómanámi á einu ári, dreifa námskeiðunum á fleiri ár og ljúka diplómanámi á lengri tíma eða sitja einstök námskeið og nýta þau sem endurmenntun í greininni.
 
Markmið diplómunáms í fiskeldi við Hólaskóla - Háskólann á Hólum er að mennta einstaklinga til þess að sinna fjölbreyttum störfum á sviði fiskeldis og fiskalíffræði. Að loknu námi eiga nemendur að geta tekið að sér sérhæfð störf í fiskeldisstöðvum og sinnt rekstri fiskeldisstöðva.
 
 
 
 
 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is