Inntökupróf | Háskólinn á Hólum

Inntökupróf

 

Inntökupróf í nám í reiðmennsku og reiðkennslu

Umsækjandi þarf að geta sýnt reiðmennsku í samspili við hestinn á fjórum gangtegundum (ekki á skeiði). Í prófinu er verið að meta grunnatriði í reiðmennsku s.s. jafnvægi, ásetu, taumhald, samhæfingu ábendinga, skilning, tímasetningu, tilfinningu fyrir gangtegundum og stjórnun hestsins.

Prófið fer fram á skólahestum og er umsækjanda leiðbeint í gegnum það stig af stigi. Í prófinu eru eftirfarandi atriði:

 

- Lagt við og á hestinn
- Hesturinn teymdur við hlið á feti og brokki
- Farið á og af baki, með og án ístaða
- Riðnar allar gangtegundir nema skeið á mismunandi reiðleiðum, m.a. baugum og slöngulínum

- Sýna lóðrétta, hálflétta og stígandi ásetu
- Ríða fet, brokk og tölt án ístaða
- Krossgangur á feti á skálínu
- Hraðabreytingar á tölti
- Stökk á hringnum
- Umsækjandi þarf að vera í viðunandi líkamsformi (120 metra hlaup á tíma).
 

Inntökupróf vegna náms í reiðmennsku og reiðkennslu fara fram heima á Hólum í lok maí og/eða fyrri hluta júní ár hvert (reynt er að hafa sem flest í viku 22 en oftast eru síðustu prófdagar í viku 23 eða 24, þ.e. sem fyrst eftir að umsóknarfrestur rennur út). Prófdagar eru skipulagðir með tilliti til þeirra umsókna sem hafa borist og er því hvatt til að umsóknum sé skilað sem fyrst. 

Ath. 2020: Vegna Covid19 hefjast inntökupróf ekki fyrr en í viku 24.
Haft verður samband við þá, sem hafa sent inn fullgilda umsókn, varðandi hugsanlega prófdaga.

Sérúrræði vegna Covid19 vorið 2020.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þegar umsækjandi mætir í inntökupróf þarf hann að skila 6-10 mínútna myndbandi af sér á hesti.
 
Á myndbandinu skal sýna:
 
1. Á hringvelli (úti):

A-flokks-, B-flokks-, fimmgangs (F1) eða fjórgangsverkefni (V1) - sjá reglur á www.lhhestar.is
 
OG
 
2. Á reiðvelli, eða opnu svæði:
  • Allar gangtegundir nema skeið (þ.m.t. hægra og vinstra stökk) á beinum og beygðum sporum. 
  • Krossgang og framfótasnúning á báðar hendur.
  • Stöðvun og bakk.
Upplýsingar sem þurfa að fylgja myndbandinu:
  • Nafn umsækjanda
  • Nafn hestsins og IS-númer
Athugið að
  • umsækjandi skilar einungis myndskeiði með einum og sama hesti
  • ekki skal hafa tónlist undir myndskeiðinu
  • tryggja nægilega góða myndatöku og myndgæði
  • hámarkstími myndbandsins er 10 min.
Skil á myndskeiðinu/myndbandinu:
Skila má upptökunni á geisladiski eða minnislykli, eða sem slóð á YouTube eða Vimeo (eða sambærilegum veitum). Slóðina skal þá senda á kennslusvid@holar.is. (Ekki er nauðsynlegt að myndbandið/myndskeiðið sé tilbúið, þegar umsókn er send inn).
 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is