Nordic Oikos ráðstefnan 2020 | Háskólinn á Hólum

Nordic Oikos ráðstefnan 2020

Ráðstefna Nordic Oikos 2020, Ecology in the Anthropocene, var haldin í Hörpu, Reykjavík dagana 3. til 5. mars (sjá: https://www.oikos2020.org/ ) og voru þátttakendur um 350. Ráðstefnan var skipulögð af Vistfræðifélagi Íslands. Fiskeldis- og fiskalíffræðideild tók virkan þátt í undirbúningi, þar sem Agnes-Katharina Kreiling doktorsnemi og Skúli Skúlason prófessor voru í vísindanefnd ráðstefnunnar. Deildin tók einning almennt mjög virkan þátt í ráðstefnunni og voru þrettán manns frá deildinni skráðir þátttakendur. Starfsfólk og nemendur deildarinnar voru höfundar að tíu erindum og þremur veggspjöldum á ráðstefnunni, auk þess sem Alessandra Schneider doktorsnemi og Elisabeth Mittel nýdoktor stýrðu málstofum, og Skúli Skúlason pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar. Auk þess var Jessica Faustini Aquino, lektor við ferðamáladeild meðhöfundur að einum fyrirlestri. Ráðstefnan var vel heppnuð að öllu leyti og eiga skipuleggjendur hennar mikið hrós skilið. 

Bjarni K. Kristjánsson

 

Þátttakendur í Oikos 2020

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is