Ný bókargrein frá Ferðamáladeild | Háskólinn á Hólum

Ný bókargrein frá Ferðamáladeild

Bókin Tourism Employment in Nordic Countries: Trends, Practices, and Opportunities er komin út á rafrænu formi. Með útgáfu bókarinnar er ljósi varpað á eðli og reynslu af atvinnu í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum, s.s. tengsl stefnu og framkvæmdar ferðaþjónustu í norrænu samhengi, starfsánægju unglingsstúlkna og sjálfbærni atvinnu í ferðaþjónustu.
 
Í bókinni eru nokkrir kaflar úr íslensku umhverfi. Þar á meðal eiga tveir lektorar  ferðamáladeildar kafla í bókinni, þær Anna Vilborg Einarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir. Kaflinn byggir á viðtalsrannsókn sem Anna Vilborg gerði árið 2018 á starfsánægju unglingsstúlkna undir 18 ára aldri í ferðaþjónustu á Íslandi.
 
Meðlimir í rannsóknarhópi Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um vinnuafl í ferðaþjónustu eru meðal höfunda sem og ritstjórar bókarinnar, þau Andreas Walmsley, Kajsa Åberg, Petra Blinnikka og Gunnar Þór Jóhannesson. Bókin kemur út á pappír í haust en er nú þegar fáanleg á vefsíðu útgefanda Palgrave.com
 
Anna Vilborg Einarsdóttir
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is