Ný grein frá Ferðamáladeild

Í nýjasta hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál (Research in applied businesses and economics), sem kom út í desember síðastliðnum, birtist grein sem byggir á rannsóknum Ferðamáladeildar á hestamennsku og ferðaþjónustu. Ber greinin heitið „Lífstíll verður ferðavara; þróun fyrirtækja í hestamennsku á Íslandi“. Höfundur greinarinnar er Ingibjörg Sigurðardóttir lektor.
 
Í greininni er skoðað hvað einkennir fyrirtæki í hestamennsku (e. horse industry) á Íslandi og hverjar eru helstu ástæður þess að áhugamál eða lífstíll í hestamennsku er þróað yfir í fyrirtæki. Rýnt er í tengsl hestamennsku og ferðaþjónustu og hvernig þessar tvær atvinnugreinar  vinna saman og tengjast. Tengsl hestamennsku og ferðaþjónustu eru fjölþætt og spanna allt frá því að fyrirtæki í hestamennsku hafi tekjur sínar eingöngu af ferðaþjónustu yfir í að fyrirtækin hafi engin bein tengsl við greinina. Leiddar eru líkur að því að í þeim fyrirtækjum þar sem ferðaþjónusta hefur ekki bein áhrif innan fyrirtækjanna sjálfra hafi ferðalög þeim tengd töluverð óbein efnahagsleg áhrif innan ferðaþjónustunnar.
 
 
Þessu tengt má einnig geta þess að grein um yfirstandandi rannsókn á Landsmóti hestamanna sem viðburði birtist í 11 tbl. Eiðfaxa 2016 (bls. 66-68). Rannsókninni er stýrt af Ferðamáladeild Háskólans á Hólum en samstarfsaðilar eru frá Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. 
 
 
IS / mynd fengin á Facebooksíðu höfundar
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is