Ný grein frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild | Háskólinn á Hólum

Ný grein frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild

Nýlega birtist grein eftir Godfrey Kawooya Kubiriza, doktorsnema við Háskóla Íslands og Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, í tímaritinu Aquaculture. Greinin nefnist „Dietary lipid oxidation tolerance of juvenile Arctic charr (Salvelinus alpinus) and Nile tilapia (Oreochromis niloticus)“. Hún fjallar um rannsóknir Godfreys á áhrifum þránunar í fóðri á vöxt bleikju og tilapíu. Einnig mældi hann áhrif þránunar á virkni ýmissa andoxunarensíma í bleikju.

Niðurstöðurnar benda til þess að bleikjan sé viðkvæmari fyrir þránun í fóðri en tilapía, sem alin er í tjörnum í Afríku. Aukið þol tilapíunnar fyrir þránun gæti tengst því að í tjörnunum étur hún þörunga sem innihalda ýmis andoxunarefni.

Rannsóknirnar voru unnar í samstarfi við Matís og sérfræðinga Háskólans á Hólum, þá Ólaf Sigurgeirsson og Helga Thorarensen, sem jafnframt er leiðbeinandi Godfreys í doktorsverkefni hans.

Hér er er unnt að nálgast greinina.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is