Nýjar greinar í Náttúrufræðingnum | Háskólinn á Hólum

Nýjar greinar í Náttúrufræðingnum

Út er komið nýtt hefti Náttúrufræðingsins. Tímaritið er gefið út af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi, og er þetta 90. árgangur. Um er að ræða þemahefti um Þingvallavatn til heiðurs dr. Pétri M. Jónassyni vatnalíffræðingi sem stýrði rannsóknum á vatninu um árabil. Pétur varð 100 ára þann 18. júní sl.
 
Starfsmenn Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum eru höfundar að tveimur greinum í heftinu: Líf í grunnvatni í hraunalindum Íslands eftir Snæbjörn Pálsson, Ragnhildi Guðmundsdóttur og Bjarna K. Kristjánsson og Fjölbreytni og þróun bleikjunnar í Þingvallavatni eftir Skúla Skúlason og Sigurð S. Snorrason.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is