Nýsköpun í ferðaþjónustu - Vísindi og grautur

Næsti fyrirlestur undir merkjum Vísinda og grauts - opinnar fyrirlestraraðar Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum - er fyrirhugaður þriðjudaginn 4. apríl nk. Fyrirlesari verður dr. Hin Hoarau-Hemstra og yfirskriftin er Nýsköpunarreynsla: Norræn hvalaskoðun.

Í fyrirlestrinum mun dr. Hoarau-Heemstra fjalla um rannsóknir sínar í ferðamálum. Þær hefur hún stundað við Nord háskólann í Bodø frá árinu 2009.  Meðal annars mun hún ræða stuttlega um verkefnið Norður-innsýn (e. Northern Insights) og önnur minni verkefni sem unnið er að við háskólann. Nýsköpun hefur verið lykilatriði í rannsóknum Hoarau-Heemstra og mun hún koma inn á, hvernig túlka má nýsköpun í samhengi við upplifun ferðamanna.
 
Hoarau-Heemstra varði doktorsritgerð sína árið 2015. Hluti af þeirri rannsókn snerist um nýsköpun í íslenskum og norskum hvalaskoðunarfyrirtækjum og í fyrirlestrinum kynnir hún helstu niðurstöðurnar. Jafnframt mun hún fjalla um verkefni sem eru í gangi núna, og snúa að sjálfbærni, vottun og nýsköpun í norrænni ferðaþjónustu.
 
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, í stofu 302 heima að Hólum og hefst kl. 16.
 
Allir velkomnir, boðið upp á kaffi og kökur.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is