Ráðstefna CAFF um líffræðilega fjölbreytni | Háskólinn á Hólum

Ráðstefna CAFF um líffræðilega fjölbreytni

Dagana 9. – 12. október sl. héldu samtökin CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) ráðstefnu um líffræðilega fjölbreytni og fór hún fram í Rovaniemi í Finnlandi. Um ráðstefnuna má lesa nánar hér, á sérstökum vef tileinkuðum henni.
 
Ráðstefnan var mjög fjölbreytt og sóttu hana á sjötta hundrað þátttakenda. Meðal þeirra voru þrír fulltrúar Háskólans á Hólum: Bjarni K. Kristjánsson, Camille Leblanc og Skúli Skúlason. 
 
Á ráðstefnunni stóðu þau fyrir málstofu, um mikilvægi fjölbreytni innan tegunda fyrir verndun lífræðilegrar fjölbreytni norðurslóða. Í málstofunni var fjallað um nauðsyn þess að breytt sé um hugsun þegar kemur að verndun fjölbreytni. Áríðandi sé að þeir sem rannsaka og leggi til slíka verndun tileinki sér hugsun, þar sem mikilvægi þeirra ferla sem finna má í náttúrunni og móta fjölbreytni innan og milli tegunda og vistkerfa, sé viðurkennt. Þannig megi ná auknum árangri.
 
Upptöku af málstofunni má nálgast á slóðinni: 
 
 
Á sama stað og tíma fór fram fundur umhverfisráðherra ríkja sem aðkomu eiga að samstarfsráði heimskautaþjóða (Arctic Council). Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra leggja sitt til málanna, í pallborðsumræðu á ráðstefnunni.
 
Umherfisráðherra í pallborði á CAFF

Á sama tíma fór þar fram fundur umhverfisráðherra ríkja sem aðkomu eiga að samstarfsráði heimskautaþjóða (Arctic Council). 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is