Reiðkennari við Háskólann á Hólum útnefndur knapi ársins í Skagafirði

Fyrr í þessum mánuði héldu Hestamannafélagið Skagfirðingur og Hrossaræktarsamband Skagfirðinga uppskeruhátíð sína, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í hestamennsku og hrossarækt á árinu.

Er skemmst frá því að segja að einn af reiðkennurum Háskólans á Hólum, Þórarinn Eymundsson, sópaði að sér viðurkenningum, í öllum flokkum fullorðinna knapa. Þórarinn var þannig útnefndur íþróttaknapi ársins, gæðingaknapi ársins, kynbótaknapi ársins og knapi ársins í Skagafirði.

Og Þórarinn var ekki eini reiðkennarinn sem hlaut viðurkenningu við þetta tækifæri. Hrossaræktarbú ársins í Skagafirði eru Þúfur í Óslandshlíð, en þar er yfirreiðkennarinn okkar, hún Mette Mannseth við stjórnvölinn, ásamt manni sínum, Gísla Gíslasyni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is