Samspil mannlegra athafna og vistkerfa á norðurslóðum: Tilvikið túrismi.

Dagana 6.-7.6.2017 var fyrsti fundur í þverfaglegu samstarfsverkefni Háskólans á Hólum og Háskólans í Suðaustur-Noregi haldinn á Hólum. Verkefnið er styrkt af sjóðnum Arctic Studies and Research, sem er ætlaður fyrir samstarf milli norskra og íslenskra háskóla og rannsóknastofnana.  Hér er um að ræða langtímasamstarf á sviði ferðamála og vistfræði. Annars vegar er stefnt að rannsóknasamstarfi með íslenskum tilvikum og hinsvegar að samstarfi um mastersnám og doktorsverkefni.
 
Fyrri fundadagurinn var á Hólum og helgaður rannsóknasamstarfinu með þátttöku beggja hópanna, en seinni daginn skipti hópurinn liði, í vistfræði og ferðamál, til að ræða nánar um framhaldsnámið. 
 
Í Verinu hittu Liv Semb Vestergarden deildarstjóri Nature, health and environment (lengst t.h.), prófessor Andrew Jenkins og prófessor Hans Renssen þá Helga Thorarensen prófessor og Bjarna Kristófer Kristjánsson deildarstjóra Fiskeldis og fiskalíffræðideildar. Á Hólum stýrði verkefnisstjórinn Guðrún Helgadóttir prófessor í ferðamálum við Háskólann á Hólum og Háskólann í Suðaustur-Noregi umræðum með þátttöku Jessicu Aquino, Amy Sävener og Laufeyjar Haraldsdóttur frá Ferðamáladeild.
 
Næsti fundur er fyrirhugaður í tengslum við North Atlantic Forum ráðstefnuna í Bø i Telemark 13.-16.9.2017.
 
 
Frétt: Guðrún Helgadóttir. Myndir: Skúli Skúlason.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is