Samstarf við Náttúruminjasafnið | Háskólinn á Hólum

Samstarf við Náttúruminjasafnið

Þann 19. desember sl. var undirritaður samstarfssamningur Náttúruminjasafns Íslands og Háskólans á Hólum. Markmið samningsins er að stuðla að samstarfi um rannsóknir og fræðslu á sviði náttúrufræða og ferðamála. Til að undirstrika það var einnig undirritaður viðauki við samninginn sem kveður á um samstarf um stöðu prófessors, dr. Skúla Skúlasonar. 

Háskólinn og safnið hafa unnið saman að ýmsum verkefnum undanfarin ár og safnið hefur veitt skólanum aðstöðu fyrir starfsfólk. Samningurinn mun styrkja þetta samstarf og efla þekkingu og miðlun um náttúru landsins. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Hilmar J. Malmquist, Skúli Skúlason, Stefán Óli Steingrímsson og Erla Björk Örnólfsdóttir.

Við undirritun samstarfssamnings

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is