Samstarfsverkefni um hreyfigreiningu

Hestafræðideildin og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST fengu heimsókn vísindafólks frá Utrect í Hollandi og Uppsala í Svíþjóð dagana 13.-15. maí hingað í Hóla. Samstarfsverkefnið er tvíþætt, annars vegar þróun aðferða við mat á helti í hestum og hins vegar mat á gangtegundum íslenska hestins.  Hreyfingar hestanna voru mældar með hreyfinemum sem festir voru á fætur og ákveðna mælipunkta á líkama hestsins og var búnaðurinn jafnframt samstilltur við vídeóupptökur. Gagnasöfnunin gekk vonum framar enda aðstæður, hestakostur og knaparnir (nemendur og reiðkennarar) algjört úrval fyrir rannsóknir af þessu tagi.

Víkingur Þór Gunnarsson. Myndir: Elisabeth Jansen

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is