Skilasýning 17. desember | Háskólinn á Hólum

Skilasýning 17. desember

Við vekjum athygli á skilasýningunni á morgun. Slíkar sýningar eru n.k. lokapunktur á tamninga- og þjálfunarnámskeiðum á 2. ári í hestafræðideild. Það er fyrir þessi námskeið sem skólinn leitar til hestaeigenda um að fá hross til tamninga og þjálfunar, handa nemendum til að spreyta sig á í náminu undir leiðsögn reiðkennaranna.

Þegar hrossum er skilað úr tamningu og þjálfun þykir yfirleitt sjálfsagt sýna eigandanum hvernig hefur miðað, og við þetta tækifæri fá nemendur þjálfun í því að skila þannig af sér. Hrossin eru fyrst sýnd inni í Þráarhöllinni þar sem vel fer um áhorfendur á pöllunum, en síðan eru oftast riðnir einhverjir hringir úti á reiðvellinum. Að lokum gefst svo eigandanum færi á að spjalla við „sinn“ tamningamann. 

Sýningarnar eru öllum opnar, ekki einungis eigendum, og þeim fer stöðugt fjölgandi sem leggja leið sína heim að Hólum við slík tilefni. Nú er fært um allar jarðir og enginn snjór í kortunum  - verið því hjartanlega velkomin á skilasýninguna, sem hefst kl 13 á morgun, laugardaginn 17. desember.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is