Skilasýning á hrossum | Háskólinn á Hólum

Skilasýning á hrossum

 
Nú er komið að skilum á hrossum sem verið hafa í tamningu og þjálfun hjá 2. árs nemum hér heima á Hólum.
 
Þar munu nemendurnir sýna eigendum og öðrum gestum afrakstur vinnunnar undanfarnar vikur, áður en þeir afhenda hrossin.
 
Ætlast er til að eigendur nálgist sín hross þennan dag, eða geri viðeigandi ráðstafanir, ef þeir koma því ekki við að sækja þau sjálfir.
 
Skilasýningin hefst kl. 13 og er opin öllum sem áhuga hafa.
 
Verið velkomin heim að Hólum á laugardaginn.
15.12.2018 - 13:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is