Strandbúnaður 2017 | Háskólinn á Hólum

Strandbúnaður 2017

Við vekjum athygli á ráðstefnunni Strandbúnaður 2017, sem haldin verður á Grand Hótel í Reykjavík dagana 13. og 14. mars nk. Viðfangsefnin eru fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt, og þarna munu starfsmenn Háskólans á Hólum koma við sögu.

Mánudaginn 13. mars munu þeir Ólafur Ingi Sigurgeirsson og Eianr Svavarsson flytja erindi í málstofu um framtíð bleikjueldis á Íslandi. Innlegg Ólafs ber yfirskriftina Fóður - staðan og þróunarverkefni, en Einar mun fjalla um árangur kynbótastarfs og hrognaframleiðslu

Dagskrá þriðjudagsins 14. mars hefst með málstofu um menntun í strandbúnaði. Þar mun Helgi Þór Thorarensen ræða um stöðu og framtíðarsýn á menntun í fiskeldi. Enn fremur má nefna að í sömu málstofu, sem stýrt verður af Erlu Björk Örnólfsdóttur, rektor Háskólans á Hólum, verða tveir fyrrverandi kennarar við skólann með innlegg: Catherine Chambers nefnir sitt erindi The role of education in aquaculture for the strengthening of coastal communities og Arnþór Gústafsson ræðir um viðhorf starfsmanna sem lokið hafa námi í strandbúnaði.

Opið er fyrir umsóknir í diplómunám í fiskeldisfræði við Háskólann á Hólum, og á ráðstefnunni gefst kjörið tækifæri fyrir áhugasama til að hitta starfsmenn skólans og kynna sér þetta nám frekar.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is